Indíana var nakin á sjálfsfróunarnámskeiði með tíu öðrum konum: „Þetta var æðisleg upplifun“

Indíana Rós er í mastersnemi í kynfræði í Philadelphia í Bandaríkjunum. Um helgina ákvað Indíana að skella sér til New York á námskeið sem heitir Bodysex Workshop. Hún fór á námskeiðið til þess að læra meira um sig sjálfa, fullnæginguna sína og sjálfsfróun. Hún leyfði fylgjendum sínum á Snapchat að fylgjast með þar en hún með notendanafnið indianaros6.

Sjá einnig: Kynfræðsla Indíönu slær í gegn á Snapchat: „Hefur fundist vanta almennilega fræðslu um píkuna“

Indíana segir í samtali við Nútímann að námskeiðið hafi hreinlega breytt lífi sínu. „Námskeiðið snýst um að auka sjálfsást á líkamanum og kynferðislegri vellíðan. Þetta var æðisleg upplifun og maður fann svo mikla samheldni kvenna á námskeiðinu,“ segir Indíana.

Á námskeiðinu sem haldið var heima hjá Betty Dodson voru tíu aðrar konur saman komnar en þær voru allar naktar á meðan á námskeiðinu stóð. „Þetta var alls ekkert kynferðislegt og mér leið mjög vel, því þetta var svo náttúrulegt,“ segir Indíana. 

Markmiðið var ekki endilega að fá fullnægingu, heldur að gefa sér leyfi og tíma til að njóta.

Námskeiðið stóð í tvo daga en mörg þúsund fylgjenda fylgdust með upplifun hennar af námskeiðinu í gegnum Snapchat. „Á fyrsta degi skoðuðum við á okkur píkunar, hver og ein með Betty Dodson. Á degi tvö lærðum við svo svokallaða „Rock and roll“-sjálfsfróunaraðferð Betty Dodson og fengum við svo frjálsan tíma að njóta okkar með sjálfsfróun.“

Indíana birti þessa mynd af sér frá námskeiðinu á Instagram. Hún vill opna umræðuna um fullnægingu kvenna og píkuna

https://www.instagram.com/p/BbapnHBB9Ki/?taken-by=indianar92

Indíana mælir hiklaust með námskeiðinu og stefnir á að halda sambærilegt námskeið hér á landi. Hún bendir fólki sem gæti haft áhuga á slíku námskeiði að fylgjast með á Snapchat eða á Twitter. 

Auglýsing

læk

Instagram