Ingvar E. valinn besti leikarinn á TIFF í Rúmeníu

Auglýsing

Ingvar E. Sigurðsson, aðalleikari kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur hlaut verðlaun fyrir besta leik á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Transylvaníu í gærkvöldi. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur er eftir Hlyn Pálmason og hefur hlotið mikið lof gesta og gagnrýnenda en fyrir rúmum tveimur vikum var kvikmyndin frumsýnd á virtu kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem Ingvar hlaut einnig verðlaun fyrir leik sinn.

Leikstjórinn Hlynur Pálmason var hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn á hátíðinni í fyrra, þá fyrir dansk-íslensku kvikmyndina Vetrarbræður. Sú kvikmynd var einnig lofuð og fór sigurför um heiminn eftir frumsýningu sína á Locarno kvikmyndahátíðinni í Sviss.

Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur fjallar um lögreglustjórann Ingimynd sem hefur verið í starfsleyfi eftir óvænt andlát eiginkonu sinnar. Ingimundur notar leyfið til að einbeita sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu en þegar Ingimundur kemst í kynni við mann sem hann grunar að hafi átti í ástarsambandi við konuna sína kárnar gamanið. Fljótlega verður grunur Ingimundar að þráhyggju sem leiðir hann áfram til róttækra aðgerða og bitnar hátterni hans einna verst á þeim sem standa honum næst.

Hvítur, hvítur dagur hefur hlotið mikið lof og fengið frábæra dóma hjá virtum gagnrýnendum kvikmyndatímarita út í heimi. Fjallað hefur verið um kvikmyndina á vef Cineuropa, Screen International og The Hollywood Reporter og hafa gagnrýnendur einnig lofað leik Ingvars í hlutverki Ingimundar.

Auglýsing

Screen International segir myndina „sláandi sjónræna og tilfinningalega gefandi” og í umfjöllun The Hollywood Reporter er leikstjórn Hlyns lofuð sem og leikur Ingvars.

Hvítur, hvítur dagur er framleidd af Join Motion Pictures og er það Sena sem sér um dreifingu hennar á Íslandi. Kvikmyndin verður frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum þann 6. september n.k..

Hér að neðan má sá stiklu kvikmyndarinnar:

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram