Auglýsing

Írsk flugfreyja handtekin í Dubai og ÁKÆRÐ fyrir neyta áfengis og að reyna að fremja sjálfsvíg

Írsk flugfreyja er föst í Dubai og stendur frammi fyrir fangelsisvist eftir að hafa drukkið áfengi og reynt að taka sitt eigið líf. Það gerði hún eftir að hafa lent í ógeðfelldu heimilisofbeldi. Tori Towey, 28 ára, frá Boyle í County Roscommon, sem starfar fyrir Emirates Airlines í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sagði að hún hafi orðið fyrir líkamsárás heima hjá sér  og hafi í kjölfarið verið bannað að yfirgefa landið.

„Ég er orðin örvæntingafull og vill bara komast heim til Írlands og leggja allt þetta að baki. Ég bið forsætisráðherrann um að hjálpa okkur.“

Talsmaður lögfræðihópsins „Detained in Dubai“ eða DiD, sagði að eiginmaður Tori hafi farið á eftir henni með hníf og kýlt hana, áður en hann braut á henni handlegginn með baðherbergisdyrum íbúðarinnar þar sem þau bjuggu. Tori sagði að hún hafi reynt að taka sitt eigið líf eftir árásina, sem skildi hana eftir með alvarlega áverka. En eftir að hafa verið tekin á lögreglustöð, stendur Towey nú frammi fyrir ákæru um áfengisneyslu og tilraun til sjálfsvígs fyrir dómstólum í Dubai.

Vegabréfið haldlagt og úrskurðað ógilt

Towey sagði að hún gæti ekki yfirgefið landið þar sem vegabréf hennar hafi verið úrskurðað ógilt sem þýðir að hún geti ekki ferðast aftur heim til Írlands. Írska flugfreyjan ræddi við DailyMail í gegnum DiD sem nú aðstoðar bæði Towey og fjölskyldu hennar: „Ég veit ekki hvað mun gerast fyrir dómi í næstu viku.“

Þá grátbað Towey forsætisráðherra Írlands, Simon Harris, um aðstoð.

„Ég er orðin örvæntingafull og vill bara komast heim til Írlands og leggja allt þetta að baki. Ég bið forsætisráðherrann um að hjálpa okkur.“

„Við köllum eftir því að yfirvöld í Dubai falli frá ákærunum gegn Tori, fjarlægi ferðabannið og leyfi henni fljúga heim til Írlands með móður sinni.“

DailyMail greinir frá.

Samtökin „Detained in Dubai“ eru vel þekkt en höfuðstöðvar þeirra eru í Bretlandi, nánar tiltekið í London, og hafa það yfirlýsta markmið að aðstoða og hjálpa þeim ferðamönnum sem koma sér í klandur í Miðausturlöndum. Samtökin hafa gefið út að flugfreyjan standi nú frammi fyrir langri afplánun í fangelsi sem er þekkt fyrir „mannréttindabrot og pyntingar“.

Reglulega ákært fyrir áfengisneyslu

Radha Stirling, forstjóri Detained in Dubai, heldur því fram að eiginmaður Tori hafi ráðist á hana grimmilega og síðar verið rekinn af Emirates vegna hegðunar hans.

Stirling sagði: „Við köllum eftir því að yfirvöld í Dubai falli frá ákærunum gegn Tori, fjarlægi ferðabannið og leyfi henni fljúga heim til Írlands með móður sinni. Hún hefur verið ákærð fyrir tilraun til sjálfsvígs og áfengisneyslu. Það er skrýtið að UAE (innsk. blm. Sameinuðu arabísku furstadæmi)n hefur lagt mikla áherslu á að kynna áfengi sem löglegt í landinu. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að fólk er enn reglulega ákært fyrir áfengisneyslu og vörslu áfengis. Reynsla Tori er ekkert annað en harmleikur og hreinskilnislega sagt er hún heppin að vera á lífi.“

Hún útskýrði: „Tori hafði skipulagt að fljúga heim til Írlands en þegar hún kom á flugvöllinn var henni sagt að mál sem eiginmaður hennar hefði höfðað gegn henni hafi verið fellt niður en ferðabannið stóð hins vegar enn. Hún fór á lögreglustöðina þar sem hún var fullvissuð um að ferðabannið yrði fellt niður en það gerðist aldrei. Daginn eftir drakk Tori og eiginmaður hennar vín og í kjölfarið trylltist hann og sakaði hana meðal annars um að standa í framhjáhaldi.“

Það var þá sem hin írska flugfreyja reyndi að taka sitt eigið líf og endaði á lögreglustöðinni. Hvernig hún komst þangað er henni algerlega óljóst.

Áverkarnir sem hér sjást eru sagðir afleiðing árásar eiginmanns Towey.

Móðir hennar flaug út til að hjálpa

Stirling hélt frásögn sinni áfram: „Næsta sem hún man eftir er að sjúkraflutninga- og lögreglumenn eru að reyna að vekja hana. Hún var tekin á Al Barsha lögreglustöðina þar sem henni var haldið í nokkrar klukkustundir áður en hún fór aftur heim. Móðir hennar bað írska ræðismanninn um aðstoð en vegna þess hve ræðismaðurinn og skrifstofa hans í Dubai unnu hægt og illa í máli dóttur sinnar ákvað hún sjálf að fljúga til til Dubai einsömul. Þegar hún kom þangað var henni ekki leyft að sjá Towey því ofbeldismaðurinn, eiginmaður hennar, leyfði það ekki.

„Þau þrjú hittust í Emirates-mollinu og fóru síðan til saksóknaraembættisins til að finna út hvaða ákærur höfðu lagðar fram á hendur henni.“

Írski forsætisráðherrann Simon Harris hefur sagt að hann muni vinna að því að grípa inn í „hræðilegt“ mál, á meðan forseti Sinn Fein, Mary Lou McDonald, ræddi mál Towey á írska þinginu á þriðjudaginn. Harris þakkaði McDonald fyrir að vekja athygli hans á málinu, og sagði: „Ég er ekki beint kunnugur aðstæðum, en ég er mjög ánægður að ég hafi verið látin vita af því hinsvegar.“

Ákærð vegna heimilisofbeldis eiginmannsins

Þá sagði írski forsætisráðherrann ennfremur að hann myndi vinna með varaþingmanni til að grípa inn í og sjá hvernig hægt er að styðja við írska borgara í aðstæðum sem hljóma hræðilegar. Utanríkisráðuneytið sagði við Irish Daily Mail að það væri meðvitað um málið og væri að veita ræðisþjónustu.

McDonald sagði á Dail Eireann að Towey hafi orðið fyrir heimilisofbeldi og sé nú í ferðabanni vegna meintrar ákæru. Hún sagðist hafa rætt við Towey og að móðir hennar hafi ferðast til Dubai til að vera með henni.

„Tori vill koma heim, einfalt og beint. Hún er kona frá Roscommon og vill koma heim,“ sagði hún. Ég bið nú, sem alger nauðsyn, að við fáum yfirlýsingu frá þessu húsi, að þú grípur inn í forsætisráðherra, að sendiherranum verði gert algjörlega ljóst að engin kona á að vera meðhöndluð á þennan hátt, og írskar konur, írskir ríkisborgarar, verði ekki meðhöndlaðir á þennan hátt.“

Harris svaraði og sagði að hann væri ekki meðvitaður um mál fröken Towey og þakkaði fröken McDonald fyrir að vekja athygli hans og utanríkisráðherra Micheal Martin á málinu. Hann hét því að vinna að því að grípa inn í og sjá hvernig hægt er að styðja við írska borgara í aðstæðum sem hljóma, miðað við það sem þú segir mér, sem hræðilegar.

Utanríkisráðuneytið sagði við Irish Daily Mail að það væri meðvitað um málið og veitti ræðisþjónustu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing