Íslensk stúlka sló í gegn á tónleikum Jessie J í Laugardalshöll: „Þetta myndband er ástæðan fyrir því að ég er í þessum bransa”

Breska söngkonan Jessie J hélt í gærkvöldi sína aðra tónleika á Íslandi og stemningin var vægast sagt frábær. Á tónleikunum fékk ung íslensk stelpa sem var í fremstu röð tækifæri til þess að spreyta sig og útkoman var mögnuð.

Stelpan sem heitir Helga söng bút úr lagi Jessie sem heitir Queen og gerði það frábærlega við mikinn fögnuð áhorfenda. Jessie setti inn myndband af því þegar Helga bút úr laginu á Instagram síðu sína í morgun en myndbandið má sjá hér að neðan.

Jessie er með tæpar 7 milljónir fylgjenda á Instagram en á einum klukkutíma hafa um 22 þúsund manns sett like við myndbandið af Helgu.

Við færsluna skrifar Jessie: „Þetta myndband er ástæðan fyrir því að ég geri það sem ég geri. Til þess að veita innblástur. Syngdu Helga.”

Auglýsing

læk

Instagram