Ísrael gerir loftárásir á Íran

Ísrael gerði loftárásir á Íran snemma í morgun. Samkvæmt heimildum NBC fréttastöðvarinnar var árásin gerð með vitneskju Bandaríkjanna en Bandaríkin áttu engan þátt í árásinni.

Samkvæmt heimildarmanni stöðvarinnar var árásin ekki stór í sniðum en Íranir eru enn að meta skaðann og ekki hefur verið tilkynnt um mannfall í árásunum.

Íranir segja að loftvarnarkerfi þeirra hafi farið í gang í mörgum héruðum en fjölmiðlar þar í landi segja ekki hættu á frekari árásum frá Ísrael.

Ísrael hafði áður tilkynnt að þeir myndu svara fyrir árás Írana þann 13. apríl síðastliðinn þegar Íran skaut um 300 ómönnuðum drónum og flugskeytum á landið og var það svar Írana við árás Ísraela á ræðismannsbústað Írana í Sýrlandi þar sem tveir háttsettir hershöfðingjar féllu.

Auglýsing

læk

Instagram