Joe Jackson látinn eftir baráttu við krabbamein

Auglýsing

Umboðsmaðurinn Joe Jackson, faðir Michaels Jackson, er látinn 89 ára að aldri eftir margra ára baráttu við krabbamein í brisi. TMZ greinir frá.

Hann var hvað þekktastur fyrir að vera umboðsmaður barna sinna, hljómsveitarinnar The Jackson Five sem skipuð var fimm sonum hans, síðar Michaels Jackson og dóttur sinnar Janet Jackson.

Jackson var einstaklega harður umboðsmaður og var mikið gagnrýndur fyrir að leggja hendur á börnin sín. Hann viðurkenndi barsmíðarnar sjálfur en sagði þær á endanum hafa skilað sér í velgengi barna sinna og haldið þeim út úr fangelsi.

Hér talar Michael Jackson um uppeldið og barsmíðar föður síns

Auglýsing

Joe var giftur Katherine Jackson í meira en 60 ár en samband þeirra stirðnaði síðustu árin þó þau væru enn hjón. Þau áttu saman tíu börn. Níu þeirra, Rebbie, Jackie, Tito, Jermaine, LaToya, Marlon, Michael, Randy og Janet lifðu og urðu öll tónlistarmenn.

The Jackson Five flytja eitt þekktasta lag sitt í sjónvarpsþætti Ed Sullivan árið 1969

https://www.youtube.com/watch?v=SA3-mVGc8wA

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram