today-is-a-good-day

Jón Daði svarar spurningum aðdáenda: EM 2016 betra en HM 2018

Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson sem spilar fyrir Reading í Englandi svaraði í dag spurningum frá aðdáendum á Instagram síðu sinni.

Sjá einnig: Jón Daði heldur áfram að bjóða liðsfélögunum íslenskan mat: „Mun ekki fá mér þetta aftur“

Jón Daði lýsti því meðal annars hvernig tilfinning það væri að spila á Heimsmeistaramóti í knattspyrnu en hann sagði að það hefði verið undarleg tilfinning að upplifa eitthvað sem alla knattspyrnumenn dreymir um frá unga aldri. Þá sagði hann að uppáhalds markið sem hann hefði skorað væri markið gegn Austurríki á EM 2016.

Jón Daði segir að Evrópumeistaramótið árið 2016 hafi verið betra en Heimsmeistaramótið 2018 þar sem það hafi verið fyrsta skipti sem Ísland fór á stórmót.

Hægt er að sjá spurningarnar og svör Jón Daða á Instagram síðu kappans með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Instagram