Jón Gnarr hittir æskuhetju sína í Lundúnum

Jón Gnarr er á ferð og flugi þessa dagana en verður eflaust mættur til Reykjavíkur í október þegar hann fær friðarstyrk frá Yoko Ono.

Jón kom fram á grínhátíð í Texas um síðustu helgi og flaug þaðan til Lundúna. Þar hittir hann Penny Rimbaud, einn af forsprökkum bresku pönkhljómsveitarinnar Crass. Crass er uppáhaldshljómsveit Jóns og raunar eina tónlistin sem hann hlustar á. Hann er með merki Crass húðflúrað á hægri framhandlegg og í mars í fyrra birti hann þetta á Facebook-síðu sinni:

Ég var alinn upp af CRASS. CRASS-merkið verður á legsteini mínum. CRASS bjargaði lífi mínu og gaf því tilgang. Ef CRASS hefði ekki komið til sögunnar veit ég ekki hver ég væri.

Það verða því eflaust fagnaðarfundir.

Auglýsing

læk

Instagram