Kalli Bjarni aftur dæmdur í fangelsi

Auglýsing

Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni sem öðlaðist landsfrægð árið 2004 þegar hann sigraði Idol stjörnuleit hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum fíkniefna. Það er Vísir sem greinir frá þessu.

Í dómnum sem má lesa í heild hér kemur fram að Kalli hafi hlotið dóm fyrir sex brot á síðustu tveimur árum. Í fimm af brotunum var hann undir áhrifum amfetamíns og í eitt skiptið ók hann yfir hámarkshraða.

Kall Bjarni hefur áður komist í kast við lögin en árið 2007 var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa reynt að smygla tæpum tveimur kílóum af kókaíni til landsins.

Kalli játaði brot sín fyrir fyrir dómi og hefur sótt um meðferð við fíkniefnavanda.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram