Kanada tilkynnir sérstök húsnæðislán til múslima

Mikil reiði hefur gripið um sig í Kanada eftir að forsætisráðherra landsins, Justin Trudeau, tilkynnti um fyrirætlan kanadísku ríkisstjórnarinnar að byrja að veita múslimum sem búa í Kanada svokölluð Halal lán í þeim tilgangi að auðvelda þeim að komast inn á húsnæðismarkaðinn í Kanada, en margir þeirra hafa verið fastir á leigumarkaði vegna skorts á öðrum úrræðum.

Múslimar mega trúar sinnar vegna hvorki greiða né rukka vexti af lánum eða inneignum í nokkru formi og kallast þetta fyrirbæri Riba. Þeim hefur reynst erfitt að fá lán hjá stofnunum sem annast geta jafn háar upphæðir og eru nauðsynlegar fyrir slík lán.

Bankar og fjármálastofnanir sem sérhæfa sig í að þjónusta þá sem aðhyllast íslam eru flest með öðruvísi viðskiptamódel en þekkist á Vesturlöndum og er henni best lýst í stuttu máli sem tegund af kaupleigu þar sem bankinn og kaupandi deila eignarhaldi og kaupandi greiðir mánaðarlega upphæð þar til lánið telst að fullu greitt en þar sem slík lán innihalda meiri áhættu fyrir lánveitanda eru þau oft dýrari en venjuleg lán sem almenningi býðst.

Samkvæmt Hindustan Times hefur mikil reiði breiðst út meðal netverja í Kanada eftir tilkynningu stjórnarinnar og saka sumir stjórnina um að veita ákveðnum hópum réttindi umfram aðra og vegna þess að Riba er partur af íslömskum lögum, svokölluðum Sharia lögum. Aðrir hafa komið tillögunni til varnar og segja að reiðin eigi sér enga innistæðu vegna þess hvers eðlis lánin eru.
Þrátt fyrir fjölda fyrirspurna hefur ríkisstjórn Kanada ekki svarað því hvort öðrum en múslimum muni standa slík lán til boða, en ólöglegt er að mismuna fólki vegna trúar í Kanada.

Fyrir þá sem vilja kynna sér Halal lán er hægt að gera það hér og hér.

Auglýsing

læk

Instagram