Karl Garðarsson: Auðkenni fær milljónir á silfurfati

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti í gær að almenningur ætti að samþykkja og skrifa undir skuldaleiðréttinguna með rafrænum hætti. Þessi rafrænu skilríki sem fólk þarf að útvega sér eru frá fyrirtækinu Auðkenni sem er í eigu bankanna og Símans. Þau verður hægt að kaupa a 1.500 krónur eða fá í farsóma án endurgjalds.

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, segir á Facebook-síðu sinni að hann hafi ekki áhuga á einu PIN-númerinu í viðbót. „Verið er að afhenda fyrirtækinu Auðkenni ehf, sem er í eigu bankanna og Símans, viðskipti, sem geta numið hundruðum milljóna, á silfurfati með því krefjast þess að allir sem fara í skuldaleiðréttingu verði sér úti um auðkenni,“ segir hann. „Fyrirtækið gefur út gjaldskrá fyrir þjónustu og þrátt fyrir að sagt sé að kostnaður einstaklinga verði enginn eða óverulegur við að útvega sér þessi rafrænu skilríki, þá er ekki hægt að fullyrða að svo verði áfram næstu árin.“

RÚV greinir frá því í dag að ríkisskattstjóri útiloki ekki að fólki verði gefinn kostur á að undirrita skuldaleiðréttinguna með venjulegum hætti þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi ákveðið að það skuli eingöngu gert með rafrænum hætti.

Auglýsing

læk

Instagram