Kenndi Will Ferrell og Rachel McAdams íslensku fyrir væntanlega Eurovision kvikmynd

Auglýsing

Leikarinn Ari Freyr Ísfeld Óskarsson var fenginn í það hlutverk að kenna stórstjörnunum Will Ferrell og Rachel McAdams íslensku fyrir væntanlega Eurovision kvikmynd. Ari greindi frá þessu á Twitter.

Hann segir í samtali við Vísi.is að hann hafi verið fenginn til þess að kenna leikurunum íslenskan framburð en þau munu bæði leika íslenska Eurovision-keppendur í Netflix myndinni um Eurovision. Ari segir að bútur af lagi í myndinni sé á íslensku og leikararnir hafi þurft aðstoð við réttan framburð.

Hann segir að R-in hafi reynst þeim erfiðust sem og Þ-hljóð íslenskunnar.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram