Kit Harrington í heilsumeðferð eftir endalok Game of Thrones

Auglýsing

Game of Thrones stjarnan Kit Harrington skráði sig á dögunum inn á heilsuhæli vegna mikillar streiti og alkóhólnotkunar. Leikarinn sem fór með hlutverk Jon Snow í sjónvarpsþáttunum vinsælu skráði sig inn á Prive-Swiss hælið í Connecticut í síðasta mánuði samkvæmt New York Post.

Fulltrúi fyrir Harrington segir fjölmiðlum að leikarinn hafi ákveðið að nýta tímann sem hann hefur nú eftir að Game of Thrones er lokið og vinna í persónulegum málum.

Sjá einnig: Kit Harrington grét þegar hann las handrit Jon Snow fyrir lokaþátt Game of Thrones

Samkvæmt New York Post á Harrington erfitt með endalok Game of Thrones en það eru átta ár frá því að fyrsti þáttur seríunnar fór í loftið. Harrington brotnaði meðal annars niður á dögunum við tökur á síðustu seríunni.

Auglýsing

„Á síðasta deginum við tökur leið mér vel, ég byrjaði að ofanda smá við síðustu tökurnar og þegar þessu lauk öllu saman þá brotnaði ég algjörlega niður. Það var blanda af létti og sorg vegna þess að ég myndi aldrei fá að gera þetta aftur,“ sagði leikarinn í apríl.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram