Landsliðsmaður í fótbolta kaupir sér flugvél: „Draumur að rætast”

Landsliðsmaðurinn Björn Bergmann Sigurðsson hefur látið draum sinn rætast og keypt sér flugvél. Frá þessu greindi hann á Instagram síðu sinni í gær.

Hann keypti sér flugvél með Róberti vini sínum ef marka má Instagram mynd hans en þar standa þeir félagar fyrir framan 1976 Piper Cherokee Warrior flugvél.

„Stoltir eigendur af 1976 Piper Cherokee Warrior. Draumur að rætast,” skrifar Björn við myndina.

Björn Bergmann var í eldlínunni með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi en er nú kominn í sumarfrí. Björn Bergmann spilar með Rostov í Rússlandi líkt og þeir Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason.

Auglýsing

læk

Instagram