Latibær ástæða fyrir Íslandsheimsókn Chris Crow: „Þættirnir hafa mótað mig“

Bandaríski ferðamaðurinn Chris Crow er staddur hér á landi en Latibær vakti áhuga hans á Íslandi. Áður en Latibær heltók huga hans hafði hann engan áhuga á að heimsækja land og þjóð en fann sig knúinn til að ferðast hingað vegna áhugans.

„Ég hef mikinn áhuga á Latabæ. Þættirnir hafa mótað mig og verið óaðskiljanlegur hluti af lífi mínu í níu ár,“ segir hann í samtali við Nútímann.

Chris hefur séð allar þáttaraðirnar af Latabæ oftar en einu sinni og segist kunna að meta þættina betur eftir því sem hann horfir oftar. Honum finnst nauðsynlegt að horfa á þáttaraðirnar frá byrjun til enda en þar með skapast tækifæri til að taka upp nýjar venjur sem hann hafði ekki tileinkað sér áður.

Chris segir að Solla stirða sé uppáhalds persónan hans í þáttunum þó valið sé erfitt. Hann á nú dágott safn af geisladiskum, bókum og DVD diskum sem hann hefur safnað í gegnum tíðina.

Uppáhalds hlutir aðdáans eru þeir sem hafa mótað hann og þroskað. Þar má nefna sparíbauk sem er í laginu eins og Íþróttaálfurinn en Chris fékk hann að gjöf frá Latabæ. Einnig heldur hann upp á bleikt plastarmband sem hann fékk frá leikkonunni sem lék Sollu stirðu á sínum tíma. „Hlutirnir gleðja mig verulega,“ segir hann.

Þegar Chris sat að snæðingi á PREPP í vikunni leitaði veitingastaðurinn  til almennings á Facebook og auglýsti eftir varningi sem tengist Latabæ, enda vildu þeir ekki senda aðdáandann tómhentan heim.

Þó hræðilegt sé að greina frá því er sannleikurinn sá að enginn sá sér fært að færa Chris varning sem tengist Latabæ og er aðdáandinn því tómhentur á leið heim til Bandaríkjanna á morgun.

Auglýsing

læk

Instagram