Leikmaður Hauka fékk tvöfalt hjartaáfall í miðjum leik!

Leikmaður Hauka í efstu deild í körfubolta er sagður hafa fengið tvöfalt hjartaáfall í leik liðsins í kvöld gegn Tindastóli en leikinn vann lið Tindastóls með 78 gegn 68 stigum Hauka. Nútíminn fékk ábendingu um alvarlegt atvik í öðrum leikhluta leiksins en þar sést David Okeke, erlendur leikmaður Hauka, leika vörn gegn liði Tindastóls. Ef horft er á útsendingu Stöðvar 2 Sport er eins og Okeke fái hjartaáfall þegar sókn Tindastólsmanna herjar á þá félaga í Haukum.

 „…áður en yfir hann líður og hann bókstaflega dettur niður.“

Samkvæmt heimildum Nútímans er Okeke með gangráð en gangráður er græddur í einstaklinga þegar ákveðnar truflanir verða í leiðslukerfi hjartans. Afleiðingar truflana geta ýmist verið hjartsláttarhlé, hægur eða óreglulegur hjartsláttur en algengast er að gangráður sé meðferð við hægum hjartslætti. Í þessum leika Hauka og Tindastóls virtist það skipta engu máli því samkvæmt myndskeiði sem gengur hefur um veraldarvefinn eins og eldur í sinu sést Okeke finna fyrir einhverjum óreglulegum hjartslætti áður en yfir hann líður og hann bókstaflega dettur niður.

Samkvæmt karfan.is kom upp „óhugnalegt atvik þar sem Okeke virðist fá aðsvif og er tekinn útaf til frekari skoðunar af lækni á staðnum. Hann spilar ekki meira hérna í kvöld.“

Heimildir Nútímans herma að Okeke hafi fengið tvöfalt hjartaáfall í kvöld og að honum sé hugað á Landspítalanum. Við á Nútímanum vonum að allt gangi vel enda um frábæran körfuknattleiksleikmann að ræða.

Auglýsing

læk

Instagram