Logi Bergmann útskrifast úr háskóla 25 árum eftir að hann hóf nám

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson er að útskrifast sem stjórnmálafræðingur, nú 25 árum eftir að hann hóf nám. Logi kláraði ritgerðina þegar lögbann var sett á störf hans þegar hann hætti hjá 365 og færð sig til Árvakurs. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Logi hóf nám árið 1993 og segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi farið í námið til að uppfylla menntunarkröfur Ríkisútvarpsins, sem hafði hafnað umsókn hans.

Sjá einnig: Þúsund vatnglös á skrifstofu Loga Bergmanns

„Ég hef dundað mér við þetta í gegnum árin og held alveg örugglega að ég hafi lokið náminu sjálfu fyrir tíu árum, en átti bara ritgerðina eftir,“ segir hann í Fréttablaðinu.

Ég skráði mig fyrst í útskrift haustið 2008. Þá væntanlega ætlaði ég að byrja að skrifa en svo er maður alltaf að gera eitthvað annað, vinna eða eignast börn.

Logi segist í Fréttablaðinu skyndilega haft tíma til að klára ritgerðina þegar lögbann var sett á störf hans hjá Árvakri í október í fyrra. „Mér gafst stund í þetta,“ segir hann í Fréttablaðinu.

Auglýsing

læk

Instagram