Golfmót í þágu COVID-19 deildar Landspítalans

Góðgerðarmótið „Einvígið á Nesinu“ er eitt skemmtilegasta golfmót ársins og hefur í gegnum tíðina verið það golfmót sem dregur að sér flesta áhorfendur. Því miður voru áhorfendur ekki leyfðir í ár, en golfunnendur geta glaðst yfir því að hægt er að sjá mótið í þætti sem Logi Bergmann hefur umsjón með.

Einvígið á Nesinu verður sýnt í Sjónvarpi Símans kl 20 í kvöld, fimmtudagskvöld og er væntanlegt í Sjónvarp Símans Premium ásamt mótum fyrri ára.

Mótið var leikið í þágu COVID-19 deildar Landspítalans. Til að leggja málefninu lið er hægt hringja í eftirtaldar styrktarlínur:
907 1502 = 2.000 kr.
907 1506 = 6.000 kr.
907 1510 = 10.000 kr.

Auglýsing

læk

Instagram