Logi Pedro gáttaður á viðbrögðum KR eftir kynþáttaníð Björgvins: „Stórveldið þeirra stendur ekki í lappirnar gegn hatursorðræðu“

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson lýsir yfir vonbrigðum sínum yfir viðbrögðum Knattspyrnufélags Reykjavíkur vegna kynþáttaníðs Björgvins Stefánssonar framherja liðsins í fótbolta. Björgvin var dæmdur í fimm leikja bann vegna ummæla sem hann lét falla þegar hann var að lýsa leik fyrir sjónvarpsstöð Hauka. Logi skrifar um málið í pistli á vef Útvarps 101.

Sjá einnig: Leikmaður KR dæmdur í 5 leikja bann fyrir kynþáttafordóma

Logi segir að óþarfi sé að hafa ummælin eftir en þau sé auðvelt að finna á netinu fyrir áhugasama. Hann segir að málið sé merkilegt og hægt sé að rýna mikið í það en það sem komi honum mest á óvart séu viðbrögð Knattspyrnufélags Reykjavíkur og stuðningsmanna liðsins.

Það kom Loga á óvart að KR hafi farið fram á það að aganefnd KSÍ myndi vísa málinu frá og að leikmanninum yrði ekki refsað. KR áfrýjaði einnig dómnum en áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti hann í kjölfarið.

Auglýsing

„Ummælin eru eins og þau eru og við erum að berja dauðan hest ef við ræðum þau frekar. Óafsakanlegt kynþáttaníð sett fram í misheppnaðri kímni. Eins er það skýrt samkvæmt reglum KSÍ að við broti þar sem kynþáttaníð kemur fram er refsing, að lágmarki, 5 leikja bann,“ skrifar Logi.

En einhverja hluta vegna reyna KRingar hins vegar að komast hjá því að taka út refsingu, og Rúnar Kristinsson þjálfari félagsins talar alvarleika brotsins og hugsanlegar afleiðingar niður í viðtali við fjölmiðla nokkrum dögum eftir atvikið. Hann talar um fordæmi sem aganefnd KSÍ hefur sett. Eins tekur hann þá ákvörðun að spila leikmanninn í fyrsta leik eftir atvikið. Enginn skal efast um það að Rúnar Kristinsson er fínn náungi, fyrrum landsliðshetja og leiðtogi. Hann baðst afsökunar á ummælunum fyrir hönd félagsins, rétt eins og KR, en eftirfylgnin var þó önnur. Og þvílíkt sem þjálfara KR, sem og félaginu, fatast flugið í þessu máli.

Logi skilur ekki hvernig umræðan fór út í það að snúast um fordæmi sem aganefnd KSÍ hafði sett í fyrri dómum. Hann segir slíkt tal vera þvættingur og að svona umbúðalaust kynþáttaníð hafi ekki komið fram í íslenskum fótbolta á síðustu árum, hvað þá orð fyrir orð á upptöku.

„Það sem hefði verið fínt í þessu blessaða máli, sem hefði mátt afgreiða á einni viku, væri að taka ábyrgð á þessum ummælum. En að tala brotið niður, fara fram á enga refsingu og áfrýja svo dómnum er versta mögulega vegferð sem KR gat lagt í. Eins vekur það furðu hversu litla gagnrýni stuðningsmenn KR hafa sett fram á sitt ástkæra félag. Hvernig getur það verið að allur vesturbærinn sofi og segi ekki neitt þegar að stórveldið þeirra stendur ekki í lappirnar gegn hatursorðræðu?“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram