Mál Eddu Bjarkar fyrir dómi – Búið að leggja fram kæru á hendur Luckas

Í hádeginu í dag, föstudaginn 8 desember, fór fram fyrirtaka í máli Eddu Bjarkar við héraðsdóm Reykjavíkur sem snýr að framtíð drengjanna þriggja sem nú er leitað af lögreglu um allt land. Lögmaður Eddu Bjarkar, Hildur Sólveig Pétursdóttir, krafðist þar að hætt yrði við aðfaragerð sýslumanns. Ekki er vitað á hvaða grundvelli lögmaður Eddu Bjarkar leggur fram þessa kröfu.

Lögmanni föðurs drengjanna hefur verið gefin frestur til 21. desember til að skila inn greinargerð og því ljóst að aðalmeðferð málsins kemur ekki til með að fara fram áður en hátíð ljóss og friðar gengur í garð.

Samkvæmt heimildum Nútímans munu þeir aðilar sem eru með drengina verða ákærðir.

Hvað þýðir það? Jú, það þýðir að drengjunum verður haldið í felum þar til að minnsta kosti yfir áramót – það er að segja ef laganna verðir hafa ekki fyrir þann tíma haft hendur í hári þeirra sem þá fela. Ljóst er að þung refsing bíður þeirra sem verða handteknir fyrir að fela drengina þrjá en um er að ræða gróft brot á 193. grein almennra hegningarlaga.

Refsiramminn við slíku broti er allt að 16 ára fangelsi en samkvæmt heimildum Nútímans munu þeir aðilar sem eru með drengina verða ákærðir.

Mun þyngri viðurlög eru hér á landi við brot af þessu tagi en til dæmis í Noregi – þar er Edda Björk ákærð fyrir brot á sömu lögum en þar er refsiramminn aðeins sex ára fangelsi.

En hvað segir 193. grein almennra hegningarlaga orðrétt?

„Hver, sem svipt­ir for­eldra eða aðra rétta aðilja valdi eða um­sjá yfir barni, sem ósjálfráða er fyr­ir æsku sak­ir, eða stuðlar að því, að það komi sér und­an slíku valdi eða um­sjá, skal sæta sekt­um … 1) eða fang­elsi allt að 16 árum eða ævi­langt.“

Þá hefur Nútíminn fengið það staðfest að búið er að leggja fram kæru á hendur kærasta Eddu Bjarkar, heildsalanum Karl Udo Luckas, en hann er sagður í kærunni hafa fjármagna brottnámið í fyrra auk þess sem hann er sagður hafa gerst sekur um brot á umræddri 193. grein. Ekki er vitað hvenær það mál verður tekið fyrir en samkvæmt heimildum Nútímans er það í ferli hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Nútíminn hefur ítarlega fjallað um mál Eddu Bjarkar á undanförnum dögum og meðal annars greint frá því hvers vegna hún missti forræðið á sínum tíma. Þá fékk Nútíminn löggiltan túlk til þess að þýða dómsskjöl sem sýna nákvæmlega hvað hefur gengið á í deilum þeirra Eddu Bjarkar og barnsföður hennar.

Auglýsing

læk

Instagram