McDonald’s að hætta með plaströr

Skyndibitakeðjan McDonalds mun kveðja plaströr á öllum stöðum sínum í Bretlandi og Írlandi í september. Til stendur að bjóða upp á pappírsrör í staðinn. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Skyndibitakeðjan er talin nota um 1.8 milljónir af plaströrum daglega í Bretlandi og Írlandi. Það var vilji viðskiptavina að notkun plaströra yrði hætt.

Sjá einnig: McDonald’s leyfir okkur að vera með í HM auglýsingunni sinni þrátt fyrir að hafa yfirgefið okkur

Ákvörðunin er  tekin út frá umhverfissjónarmiðum en pappírsrörin eru mun umhverfisvænni en plastið. Michael Gove, umhverfisráðherra Bretlands, sagði að ákvörðunin myndi setja gott fordæmi fyrir önnur fyrirtæki.

Staðirnir í Bretlandi og Írlandi verða fyrstu staðirnir til þess að gefa plaströrin upp á bátinn en málið er einnig til skoðunar í Noregi, Frakklandi og völdum stöðum í Bandaríkjunum.

 

Auglýsing

læk

Instagram