Auglýsing

Mel B í meðferð

Tónlistarkonan og Kryddpían Melanie Brown, betur þekkt undir nafninu Mel B, hefur ákveðið að fara í meðferð. Hún mun fara í áfengismeðferð sem og meðferð við kynlífsfíkn en hún greindi einnig frá því að hún þjáist af  áfallastreituröskun.

Í viðtali við The Sun sagði hún síðustu sex mánuði hafa verið einstaklega erfiða og að hún hafi notað áfengi til að deyfa sársauka sinn og leyna mikilli vanlíðan. Hún hafi því ákveðið að leita sér hjálpar fyrir sig sjálfa, fjölskyldu sína og börnin sín þrjú.

Mel B skildi nýverið við eiginmann sinn til 10 ára, Stephen Belafonte, en ástæður skilnaðarins voru meðal annars þær að hann beitti hana andlegu og líkamlegu ofbeldi meðan þau voru gift. Hún segist einnig hafa komið illa út úr skilnaðinum fjárhagslega.

„Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er komin á botninn. Ég hef því ákveðið að fara í almennilega meðferð á næstu vikum, en það verður að vera í Bretlandi því ég er mjög bresk og veit hvað virkar best fyrir mig,“ segir Mel B í tilkynningu.

Hún segist eiga í erfiðleikum með allt en geti hún varpað ljósi á sársaukan, áfallastreituröskunina og það sem konur og karlar gera til að fela hana þá muni hún gera það.

„Ég er að tala um þetta því þetta er stórt vandamál fyrir fjölda fólks.“

Mel B deildi einnig tísti frá móður sinni, Andreu Brown, á Twitter þar sem hún sagðist stolt af dóttur sinni að leita sér hjálpar

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing