Mögnuð viðbrögð Ariönu Grande eftir árásina í Manchester sýna að við eigum hana ekki skilið

Mögnuð viðbrögð söngkonunnar Ariönu Grande við sprengjuárás á tónleikum hennar í Manchester í maí í fyrra eru til umfjöllunar í nýjasta tölublaði tímaritsins Time. 22 létust í árásinni og fleiri en 50 særðust.

Scooter Braun, umboðsmaður Ariönu Grande, segir í samtali við Time að hún hafi farið til ömmu sinnar í Flórída eftir árásina og að þau hafi hist þar. Hann sagði að þau þyrftu að snúa aftur til Bretlands og halda aðra tónleika, sem hann viðurkennir að hafi verið ósanngjörn beiðni á þessum tímapunkti.

„Hún horfði á mig eins og ég hefði misst vitið. Hún sagði að hún gæti aldrei sungið þessi lög aftur og aldrei farið aftur í þessu föt. „Ekki setja mig í þessa aðstöðu,“ sagði hún.“ Tónleikaferðalaginu var aflýst.

Tveimur dögum síðar var Scooter í flugi og þegar hann var lentur biðu 16 skilaboð frá Ariönu: „Hringdu í mig. Ég þarf að tala við þig.“ Þegar hann náði í hana í síma sagði hún að hún yrði að gera eitthvað, annars hefði þetta fólk dáið til einskis. Þau ákváðu að halda styrktartónleika í Manchester fyrir fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar.

Þegar þau komu aftir til Manchester hófust þau strax handa. Þau fóru á spítala og hittu fólk sem lifði árásina af og hittu fjölskyldur þeirra sem fórust. Scooter segir í umfjöllun Time að þau hafi óttast að enginn myndi þora að mæta á tónleikana en áhyggjurnar voru ástæðulausar; rúmlega 50 þúsund manns mættu á tónleikana og fjölmargir listamenn tróðu upp, þeirra á meðal voru Justin Bieber, Coldplay og Katy Perry.

Undir lok tónleikanna flutti Ariana Grande lagið Somewhere Over the Rainbow á meðan tárin streymdu niður kinnar hennar.

Tónleikarnir heppnuðust frábærlega. Þeir voru í beinni útsendingu í bresku sjónvarpi og um allan heim á internetinu, 12 milljónir dala söfnuðust fyrir fjölskyldur árásarinnar og Ariana Grande var útnefnd heiðursborgari í Manchester fyrir framlag hennar.

Auglýsing

læk

Instagram