Auglýsing

Myndir af fólki að borða pitsur flæddu yfir Hrefnu Rósu Sætran

Meistarakokkurinn Hrefna Rósa Sætran fékk á dögunum sendar fjölmargar myndir af fólki að borða pitsu. Það er ekki daglegt brauð hjá henni en myndirnar voru af fólki að borða góðgerðarpitsu Domino’s sem hún skapaði.

Rúmar 4,4 milljónir krónur söfnuðust handa Hróa hetti barnavinafélagi í góðgerðarviku Domino’s. Þetta kemur fram í tilkynningu frá pitsurisanum.  Á þriðja þúsund góðgerðarpizzur seldust en pitsan í ár var með hakki, cheddarosti, rauðlauki, lauki, sveppum og óreganó, toppuð með reyktri chili-bearnaise sósu.

Þetta er í þriðja sinn sem Domino’s og Hrefna taka höndum saman í góðgerðarmálum en að sögn Hrefnu er ferlið frá hugmynd að fullmótaðri flatböku um einn mánuður.

Ég tek svona viku, tvær í það að hugsa um tískustrauma og bylgjur og hvað mig langar að prófa. Bara eins og þegar maður gerir rétt fyrir veitingastað. Svo þegar hugmyndin er komin á blað er næst að hugsa um áferðina. Hvernig það er að borða pitsuna. Bragð og áferð skiptir mig mestu máli og svo auðvitað útlit því maður byrjar að borða með augunum.

Hrefna er þegar byrjuð huga að pitsu næsta árs. Hún segir að þegar hún undirbjó fyrstu góðgerðarpitsuna hafi hún verið með flóknar pælingar og hugmyndir en eftir samráð við starfsfólk Domino’s hafi ferlið orðið auðveldara.

„Ég vona alltaf að það seljist sem mest af þessum pitsum því þá kemur inn meiri peningur fyrir málefnið sem verið er að styrka hverju sinni. Ég hef það á bak við eyrað þegar ég set saman pitsuna svo ég reyni að gera það sem ég held að fólk sé hrifið af. Ég myndi ekki taka áhættu og reyna að ganga fram af fólki með skrýtnu áleggi.“

Sjá einnig: Hrefna Rósa pantaði óvart pitsu frá Greifanum heim til sín í miðborg Reykjavíkur

Hrói höttur barnavinafélag var stofnað fyrir fjórum árum og byggir á frjálsum framlögum.

„Við styrkjum börn í grunnskólum,“ segir Sigríður Rut Jónsdóttir, formaður félagsins. „Ef kennarar eða skólastarfsmenn sjá að börnin vantar eitthvað þá leita þeir til okkar. Við hjálpum einna helst við að kaupa bækur og önnur skólagögn, borga mötuneytiskostnað, skólaferðir, frístundaheimili og annan kostnað sem fellur til hjá börnum en fjölskyldur þeirra eiga ekki tök á að greiða.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing