Blackbox opnar nýjan stað í Mosfellsbæ: „Fullkomin staðsetning“

Auglýsing

Vinsæli pítsastaðurinn Blackbox mun opna í Mosfellsbæ í vor. Staðurinn verður í hjarta bæjarins þar sem veitingastaðurinn Hvíti Riddarinn hefur verið í mörg ár.

Sjá einnig: Gleðipinnar fjárfesta í Blackbox: „Virkilega spennandi vörumerki“

„Þetta er fullkomin staðsetning fyrir næsta Blackbox stað. Í fjölskylduvænum bæ sem telur rúmlega tíu þúsund íbúa og mikil vöntun á skemmtilegum veitingastöðum. Þessi nýi Blackbox staður verður umkringdur frábærum nágrönnum en þarna í Háholtinu sækja Mosfellingar sína helstu þjónustu. Þarna eru Krónan, Mosfellsbakarí, apótek, fiskbúð og ísbúð og einnig örstutt í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar,“ segir í tilkynningu frá eigendum Blackbox.

Blackbox opnaði sinn fyrsta stað 22. janúar í fyrra í Borgartúni 26 og hefur notið mikilla vinsælda en Blackbox afgreiðir eldbakaðar pítsur í snúnigsofni sem bakar pítsuna á tveimur mínútum.
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram