Ólafur býr í Gám á Granda: „Það fer nú að koma að því að börnin þori að heimsækja mann hérna“

Ólafur Kristjánsson býr í Gám út á Granda. Þar vinnur hann að tilraunum til að stjórna veðri og vindum, sólinni og regninu. Ólafur segir að honum líði vel í gámnum og að þar sé rosalega gott andrúmsloft.

Sjá einnig: Tryggvi Hansen býr í tjaldi rétt fyrir utan Reykjavík: „Ég hef ekki einu sinni læk“

Gámarnir á Granda eru búsetuúrræði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir fólk sem á við fíknivanda að stríða. Ólafur er gestur í þættinum Paradísarheimt með Jóni Ársæli sem er sýndur á sunnudagskvöldum. Sjáðu brot úr þættinum hér.

„Það fer nú að koma að því að börnin þori að heimsækja mann hérna, þau koma náttúrulega öðru hvoru. En ég vil bara hafa minn garð og mína gjörninga í friði,“ segir Ólafur.

Aðspurður hvort að hann sjái eftir einhverju í lífinu segir Ólafur að hann sjái eftir tönnunum, sem hann er búinn að missa.

Ég var einu sinni á Kentucky Fried Chicken því mig langaði svo í maísinn eins og vanalega. Svo allt í einu þegar ég beit í hann kom bara eitt far. Ég var búinn að gleyma því að ég væri orðinn tannlaus.“

Auglýsing

læk

Instagram