Ólafur Ragnar varpaði bombunni á Bessastöðum með fílabindi um hálsinn, sjáðu myndina

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti ekki svo óvænt í dag að hann ætli að bjóða sig fram á ný sem forseti Íslands í sumar. Ástæðan sem Ólafur Ragnar gaf á blaðamannafundi á Bessastöðum var sú að honum hafi borist fjöldi áskorana í kjölfar atburða liðinna vikna.

Bindið sem Ólafur Ragnar var með um hálsinn í dag virðist í fyrstu afar saklaust. En Haukur Viðar Alfreðsson, starfsmaður auglýsingastofunnar Brandenburg, tók eftir svolitlu óvenjulegu á mynd Golla, ljósmyndara Morgunblaðsins, frá blaðamannafundinum í dag.

Reynið að rýna í myndina

Haukur skoraði á Golla að birta myndina í hærri upplausn svo fólk getið séð að bindið er í raun skreytt með litlum fílum!

Golli lét ekki segja sér það tvisvar og staðfesti vangaveltur Hauks. Stórkostlegt!

Þar höfum við það! fílar!

Auglýsing

læk

Instagram