today-is-a-good-day

Óvissa um knattspyrnuferil Usain Bolts – skoraði mark í Áströlsku A-Deildinni

Usain Bolt, heimsmethafi í 100 og 200 metra spretthlaupi, hefur undanfarnar vikur haldið til í Ástralíu við æfingar með knattspyrnuliðinu Central Coast Mariners. Bolt hefur spilað fyrir liðið í Áströlsku A-deildinni sem „leikmaður í þjálfun,“ og skorað fyrir liðið tvö mörk í æfingaleikjum. Eitt þeirra má sjá hér að neðan.

Þjálfunartímabili Bolts lauk formlega í dag, þar sem að Central Coast Mariners mistókst að fjármagna samning við spretthlauparann. Frá þessu er greint á heimasíðu liðsins.

Óvissa ríkir því um framhald knattspyrnuferils Bolts, en hann hefur áður æft með Borussia Dortmund, Suðu-Afríska klúbbnum Mamelodi Sundowns og norska liðinu Stromsgodset.

Auglýsing

læk

Instagram