today-is-a-good-day

Páfinn segir samkynhneigð tískufyrirbæri sem eigi ekki heima innan kirkjunnar

Frans páfi segir að samkynhneigð sé tískufyrirbæri og að hana megi ekki líða innan kirkjunnar. Þetta segir hann í væntanlegri viðtalsbók en hann hefur áður talað gegn mismunun og ofsókum gagnvart samkynhneigðum.

Nú hefur hann þó lýst því yfir að hann hafi þungar áhyggjur af samkynhneigð innan kirkjunnar og segir að hún eigi ekki heima þar. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Hann segir engu líkara en að samkynhneigð sé í tísku í nútímasamfélagið og að það hugarfar hafi áhrif á kirkjuna. Þessi orð lét hann falla í viðtalsbók Fernando Prado sem kemur út á mánudaginn. Bókin heitir La Fuerza de la vocación eða Máttur köllunarinnar.

Hann segir mjög alvarlegt að samkynhneigt fólk fyrirfinnist innan kaþólsku kirkjunnar í klerkastéttum og prestaskólum og hefur miklar áhyggjur af þeirri þróun. Hann segir að fólk með slíka hvatir eigi ekki að fá inngöngu í prestaskóla eða trúarreglur.

Auglýsing

læk

Instagram