Páll Óskar horfir á myndband undir stýri og keyrir á „kött“

Slysavarnarfélagið Landsbjörg birti nú fyrir stundu myndband af tónlistarmanninum Páli Óskari þar sem hann horfir á myndband undir stýri sem verður til þess að hann keyrir á. Myndbandið er hluti af verkefni Landsbjargar sem heitir Vertu snjall undir stýri þar sem fólk er hvatt til að leggja frá sér símann og önnur tæki meðan það keyrir bíl samkvæmt frétt á vef Mbl.

Vonast er til þess að myndbandið veki athygli nú þegar verslunarmannahelgin er að hefjast en hún er ein af stærstu ferðahelgum ársins þar sem margir landsmenn leggja land undir fót og halda meðal annars á hinar ýmsu útihátíðir.

Í myndbandinu sést Páll Óskar skoða myndband af tónleikum sínum í símanum og keyra í leiðinni. Í einni beygju keyrir hann á kött (pappakött) því hann var ekki með athyglina á veginum.

„Ég myndi í fyrsta lagi aldrei í lífinu gera þetta í alvörunni, ég þarf ekki að athuga hversu mörg læk ég er búin að fá á Facebook. Þetta er fullkomlega ónauðsynlegt akkúrat á meðan ég er að koma mér frá puntki a til b,“ segir Páll Óskar í myndbandinu.

„Ég keyrði á kött. Þetta hefði getað verið barn eða gangandi vegfarandi. Vertu snjall undir stýri,“ segir Palli að lokum

Auglýsing

læk

Instagram