Pissandi Spánverjar lentu í klóm lögreglunnar, þurftu að elta pissublautan klósettpappír í rokinu

Auglýsing

Lögreglumenn á Vesturlandsvegi höfðu á dögunum afskipti af hópi Spánverja sem höfðu kastað af sér þvagi á planið hjá hótelinu á Laxárbakka. Fjórar stúlkur voru látnar tína upp hlandblautan pappír sem þær ætluðu að skilja eftir á planinu.

Sjá einnig: Ferðamaðurinn kúkaði við hliðina á skilti sem benti á góða salernisaðstöðu í aðeins 50 metra fjarlægð

Þessu er lýst með nokkrum tilþrifum á Facebook-síðu lögreglunnar á Vesturlandi. Þar kemur fram að lögreglumennirnir hafi ekki trúað sínum eigin augum þegar þeir óku fram hjá hótelinu á Laxárbakka.

„Þar höfðu útlendingar á tveimur bílaleigubílum lagt bílum sínum upp við hótelið,“ segir í færslunni.

Fjórar stúlkur sem voru farþegar í bílunum sátu á hækjum sínum og voru að pissa á planið. Var lögreglubifreiðinni snúið við fyrsta tækifæri og ekið inn á bifreiðastæðið við Laxárbakka.

Auglýsing

Í færslunni kemur fram að stúlkurnar hafi verið komnar upp í bílana og ökumenn þeirra að leggja af stað þegar lögreglan kom þar að. „Var fólkið tekið tali og reyndust þetta vera Spánverjar á ferðalagi um Ísland,“ segir í lögreglan.

„Var fólkinu gerð grein fyrir því að þessi háttsemi væri ekki í lagi og að Íslendingar gerðu þetta ekki í þeirra heimalandi. Var stúlkunum gert að tína upp pappírinn sem þær höfðu skilið eftir. Þurftu þær að elta pissublautan pappírinn um bifreiðastæðið þar sem nokkur vindur var en lögreglumennirnir urðu ekki sáttir fyrr en öll ummerki vour horfin af vettvangi.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram