today-is-a-good-day

Reiði í Neskaupstað eftir að löggan notaði piparúða á ungmenni menntaskólapartíi

Lög­regl­an í Nes­kaupstað notaði piparúða á ung­menni í bæn­um aðfar­arnótt laug­ar­dags. Tilgangurinn var að stöðva eftirpartí þar sem ung­ling­ar und­ir aldri neyttu áfeng­is. Þetta kemur fram á mbl.is og á vef RÚV.

Hópur af ungu fólki kom saman í Blúskjallaranum í Neskaupstað eftir árshátíðarball Verkmenntaskóla Austurlands. Þau tóku húsnæðið á leigu undir partí á eigin vegum fyrir og eftir árshátíðina. Eftir ballið fékk lögreglan tilkynningu um að unglingar sætu að drykkju í kjallaranum.

RÚV hefur eftir Óskari Þór Guðmunds­syni, ein­um þriggja lög­reglu­manna sem komu að aðgerðinni, að lög­regla hafi reynt að rýma svæðið í um 15 mín­út­ur. Hann segir að viðstadd­ir hafi ekki brugðist við hót­un­um um sekt­ir við óhlýðni og að maður sem vildi hvorki hlýða né segja til nafns hafi verið handtekinn. Ung­menn­in hafi þá gert aðsúg að lög­reglu og þess vegna hafi piparúðanum verið beitt.

Ant­on Bragi Jóns­son, nem­andi í Verk­mennta­skóla Aust­ur­lands, segir í samtali við mbl.is að lögreglan hafi spurt hver leigði salinn en viðkomandi var ekki á staðnum.

Þá segja þeir fljót­lega að partýið sé búið. Þá er einn sem still­ir á lagið „Fuck the Police“, og skilj­an­lega fór það ekki vel í þá.

Elís Ármanns­son, sem er einnig nemi í VMA, seg­ir á vef RÚV að einn af partígestum hafi hótað ein­um lög­reglu­mann­anna kæru eft­ir að honum var ýtt. Hann segir að þá hafi lög­reglumaður­inn grýtt mann­in­um utan í vegg og þegar vin­ir drengs­ins mót­mæltu hafi lög­reglumaður­inn dregið upp piparúða og sprautað yfir viðstadda.

Talið er að fjórir til fimm drengir og ein stúlka hafi fengið úða í augun. Mik­il reiði ku vera í bæj­ar­fé­lag­inu vegna hörku lög­regl­unn­ar. Sam­kvæmt frétt RÚV verður farið yfir upp­tök­ur úr mynda­vél­um sem lög­reglu­menn­irn­ir báru og allt að 15 manns verða kærð fyrir að óhlýðnast fyr­ir­mæl­um lög­regl­u.

Auglýsing

læk

Instagram