Auglýsing

Þrír í haldi lögreglu eftir skotárás í miðbænum

Tilkynnt var um skotárás á Ingólfsstræti, í miðbæ Reykjavíkur, um klukkan eitt í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Sá sem fyrir árásinni varð tilkynnti hana sjálfur inn til lögreglu og var viðkomandi fluttur á slysadeild. Hann gekkst undir aðgerð en er ekki talinn í lífshættu.

Þrír karlmenn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, grunaðir um verknaðinn. Mikill viðbúnaður var vegna málsins og naut lögreglan aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar í nótt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing