Rihanna vill ekki stíga á svið með Taylor Swift: „Hún er fyrirmynd, ekki ég“

Auglýsing

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur undanfarið boðið ýmsum stjörnum að deila með sér sviði. Swift fylgir nú eftir plötunni 1989 og það komst til dæmis í fréttir þegar Lisa Kudrow, sem leikur Pheobe í Friends, mætti á svæðið og þær fluttu saman smellinn Smelly Cat.

Það er þó ein söngkona sem hefur engan áhuga á að taka þátt í þessu: Rihanna. Í viðtali við NME á dögunum sagði hún að hún myndi ekki þiggja boð um að stíga á svið með Swift. Rihanna hefur þó ekkert á móti Taylor Swift, hún segir að þær passi bara ekki saman.

Vörumerkin okkar eru ólík — þau passa ekki saman. Við eigum ekki sama aðdáendahóp. Svo er hún fyrirmynd en ekki ég.

Þar höfum við það.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram