Rúmlega 12 þúsund manns vilja eignast þennan gráa Toyota Yaris

Auglýsing

Ótrúleg þátttaka hefur verið í Facebook-leik bifreiðaverkstæðsins Aðalbíla sem hófst í gær. Grár Toyota Yaris er í vinning og þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 12.400 manns deilt mynd af bílnum á Facebook og þannig skráð sig til leiks.

Aðalbílar ætluðu að gefa Yarisinn þegar 3.500 like væru komin á Facebook-síðu verkstæðisins. Nú eru lækin orðin rúmlega 12 þúsund og eigandinn Árni Rúnarsson er steinhissa.

„Við bjuggumst við svona 3.000 lækum,“ segir hann laufléttur í samtali við Nútímann. „Það vantar greinilega öllum bíl.“

Það er líka gott að fá hann svona vel yfirfarinn. Við erum að klára hann og ætlum að afhenda hann á miðvikudaginn.

Fólk getur haldið áfram að taka þátt þangað til en Árni segir að fjölmargir hafi haft samband og forvitnast um bílinn sem er árgerð 2000, flottur bíll, að hans sögn.

Auglýsing

„Hann lítur djöfulli vel út. Það er búið að samlita hann svona,“ segir hann.

Hér má sjá gripinn sem allir eru að tala um.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram