Rússar vilja banna sölu á sígarettum til allra sem eru fæddir eftir árið 2015

Auglýsing

Heilbrigðisyfirvöld í Rússlandi ætla að banna sölu á sígarettum til allra sem fæddir eru eftir árið 2015. Markmið yfirvalda með banninu er að minnka líkur á því að ungt fólk byrji að reykja og um leið fækka þeim sem reykja í landinu. Þetta kemur fram í umfjöllun á vef Gizmodo.com

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er hlutfall þeirra sem reykja í Rússlandi með því hæsta í heiminum en um þriðjungur landsmanna reykja. Vilja yfirvöld koma hlutfallinu niður í 25 prósent.

Bannið tæki ekki gildi fyrr en árið 2033 eða þegar rússnesk börn fædd árið 2015 verða orðin 18 ára gömul. Þau myndu því aldrei geta keypt sér sígarettur löglega. Ef bannið verður samþykkt yrði það með ströngustu tóbakslögum heims — en tóbakslög í Bútan eru sögð vera þau ströngustu.

Rússneskir stjórnmálamenn hafa viðrað áhyggjur sínar og telja að bannið gæti aukið sölu á fölsuðum tóbakseftirlíkingum. Þá er haft eftir þingmanninum Nikolai Gerasimenko á vef The Times að hann sé hlynntur banninu en óviss um hvernig eigi að framfylgja því.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram