Sannleikurinn á bakvið upphífingakeppni Kára og Kolbeins: Kári tapaði naumlega eftir harða keppni

Auglýsing

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, tapaði naumlega fyrir Kolbeini Sigþórssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, í upphífingakeppni í World Class í gær. Vísir sagði frá keppninni í dag, sem vakti mikla athygli viðstaddra. Þar sagðist Kári ekki vera viss um hver vann en sagðist þó vera betri en Kolbeinn í upphífingum, enda eldri.

Nútíminn kannaði málið í kvöld og komst að því að Sigurður Mikael Jónsson, blaðamaður á DV, varð vitni að keppninni í World Class. Sagði hann á Twitter að Kári hafi tapað naumlega og að keppnin sé á topp tíu lista yfir augnablik í lífi hans.

Sjá einnig: Sjö ástæður fyrir því að Kári Stefánsson er harðasti maður landsins

Spurður hversu margar upphífingar kapparnir tóku sagðist Sigurður Mikael telja að Kolbeinn hafi tekið um 17 og að Kári hafi verið skammt undan. „Þetta voru engin crossfit fíflalæti. Bara rammheiðarlegar upphífingar. Eina sem ég hugsaði var; djöfull er Kári ógeðslega svalur,“ bætti hann við á Twitter.

Auglýsing

Keppnin var tilkomin eftir áskorun Kára sem hann lýsti í frétt Vísis í dag. Kári sagðist hafa þekkt einkaþjálfara Kolbeins um langa hríð og að hann hafi séð ástæðu til að gantast aðeins í þeim.

„Þegar menn koma saman á slíkum stað þá gantast þeir. Það er hluti af þessu öllu saman. Við lékum okkur að því að lyfta okkur aðeins upp,“ sagði Kári á Vísi.

Munurinn á mér og honum er sá að ég er 68 ára gamall og hef því fengið mun meiri tíma til þess að þjálfa mig þannig að auðvitað er ég miklu betri en hann í þessu. Ef hann heldur áfram næstu 40 árin gæti hann náð mér.

Sigurður Mikael sagði á Twitter að Kári hafi verið búinn að rífa í lóðin í talsverðan tíma þegar keppnin hófst en að Kolbeinn hafi verið ferskur, enda nýbúinn að hita upp á þrekhjóli. Við hljótum því að gefa okkur að kapparnir endurtaki leikinn á næstunni þegar þeir eru báðir ferskir.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram