Setja upp sportbar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, sýna leikina á EM í fótbolta

Leikir Evrópumótsins í fótbolta verða í beinni útsendingu sérstökum sportbar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem hefst í Laugardal í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni.

„Nú þurfa þeir hátíðargestir sem að eru einnig miklir fótboltaunnendur ekki að missa af einum einasta leik,“ segir í tilkynningunni.

Skipuleggjendur hafa unnið hörðum höndum að uppsetningu á sérstökum Sportbar á hátíðarsvæðinu. Í tjaldinu geta fótboltaunnendur einnig gætt sér á alíslenskum mat, meðal annars lambi með bearnaisesósu, fiski, kjötsúpu og ísköldum drykkjum.

Allir leikir EM í fótbolta verða sýndir á sportbarnum á tíu sjónvarpsskjám. „Aðalleikurinn verður svo sýndur á aðalsviðinu laugardaginn 18. júní þar sem að Ísland spilar gegn Ungverjalandi,“ segir í tilkynningunni.

Auglýsing

læk

Instagram