Sex ráð fyrir þá sem vilja hætta að borða kjöt og dýraafurðir: „Ekki „fallinn“ þó þú fáir þér lambakjöt með ömmu“

Auglýsing

Veganismi er sífellt að verða vinsælli og fólk er meira og meira farið að huga að mataræði sínu í tengslum við velferð dýra og náttúru. Branddís Ásrún hefur verið grænmetisæta síðustu þrjú ár. Hún birti nokkur ráð fyrir fólk sem vill hætta að borða kjöt og dýraafurðir á Twitter.

Branddís segir að hún sé ekki sammála því að það sé ekkert mál að hætta skyndilega að borða kjöt og mjólkurvörur. Hér að neðan eru sex ráð frá henni fyrir fólk sem hefur áhuga á að hætta því.

1.

Byrjaðu að vinna í hausnum áður en þú ferð að vinna í mataræðinu. Ég er ekki sammála því að það sé ekkert mál að hætta að borða kjöt og mjólkurvörur,þetta er ákvörðun og skref sem þú þarft að taka á hverjum degi og oft á dag. Við fögnum, tengjumst, syrgjum og fl. með mat. Stórmál.

2.

Farðu að tengja skinku við svín og hamborgara við naut. Ekki til að skammast þín né vekja upp samviskubit heldur til að átta þig á hvað þú ert í raun að borða. Augljóst en þetta er ekki endilega tenging sem við höfum í kælinum í Bónus.

Auglýsing

3.

Ef þú ert að prófa þig áfram í vegan lífsstíl ekki halda að þú sért á einhvern hátt „fallinn“ þó þú fáir þér lambakjöt með ömmu. Njóttu þess á meðan er og reyndu aftur á morgun. Þetta er ekki kúr heldur hugmynd um hvernig þú vilt haga þínu lífi, skemmist ekki með einni máltíð.

4.

Ef þú ert á erfiðum stað í lífinu eða átt í vondu sambandi við mat er ekki endilega besta hugmyndin að taka U-beygju í mataræði. Prófaðu þig áfram og skiptu út uppáhalds matnum þínum hægt og rólega ef það hentar betur. Þín velferð skiptir líka máli.

5.

Mér finnst gott að hugsa um þetta í stærra samhengi en bara hvað ég geri. Út frá mér er mitt fólk líka farið að spá í grænmetisréttum og margir hættir að borða kjöt án nokkurar pressu frá mér. Það fólk mun síðan hafa áhrif á enn fleiri.

6.

Lokatips er að mauka saman kókosmjólk, engifer, smá púðursykur, hnetusmjör, chilli, hvítlauk, sojasósu og limesafa og hella yfir steikt grænmeti og núðlur. Rífa gulrætur yfir, salthnetur og kóríander.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram