Símalaus sunnudagur

Samtökin Barnaheill – Save the Children á Íslandi, standa fyrir framtaki sem snýr að því að vekja athygli á áhrifum snjalltækjanotkunar á samskiptum innan fjölskyldunnar. Samtökin hvetja fólk til þess að leggja frá sér snjallsíma og snjalltæki frá níu til níu sunnudaginn 4. nóvember, og eyða þess þá heldur dýrmætum tíma með fjölskyldu og vinum. Með þessu vilja samtökin velta upp spurningum er varða samskipti innan fjölskyldunnar, og áhrif snjalltækja á þau. Í fréttatilkynningu frá samtökunum er spurt:

Hversu mikið notum við snjallsímana? Hafa þeir áhrif á samverustundir fjölskyldunnar? Fá þeir að fljóta með við matborðið heima eða á veitingastað. Höfum við sett okkur reglur eða viðmið um hvernig við notum símann þegar fjölskyldan á notalega stund saman? Látum við símana ráða okkur eða ráðum við þeim?

Samtökin hvetja fólk til þess að taka þátt á eigin forsendum, en vekja einnig athygli á því að hægt er að taka virkan þátt með því að skrá sig á heimasíðu samtakanna hér. Með skráningu fá þátttakendur góð ráð fyrir Símalausa sunnudaginn, ásamt því að eiga möguleika á að vinna glaðning fyrir fjölskylduna. Einnig er vakin athygli á Facebook-viðburðinum, en þegar að þessi frétt er skrifuð hafa um 1200 manns boðað þátttöku sína.

 

Auglýsing

læk

Instagram