today-is-a-good-day

Síminn og Nova berjast um Ingólfstorg, vilja fá að sýna leikina á EM í fótbolta í sumar

Fjarskiptafyrirtækin Síminn og Nova tak­ast nú á um að fá að vera með aðstöðu á Ing­ólf­s­torgi í sum­ar til að sýna frá Evr­ópu­mót­inu í fót­bolta. Þá vilja fyrirtækin standa fyr­ir öðrum viðburðum í tengsl­um við keppn­ina. Þetta kemur fram á mbl.is.

Gera má ráð fyr­ir niður­stöðu borg­ar­inn­ar í næstu viku en rétt­inda­mál um út­send­ingu hafa flækt málið, samkvæmt mbl.is.

Magnús Ragn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri miðla og markaða hjá Sím­an­um, seg­ir í sam­tali við mbl.is að ferli Reykja­vík­ur bygg­ist allt á mis­skiln­ingi og trú Nova um að fé­lagið hafi rétt til að sýna frá leikj­un­um hér á landi.

Samkvæmt frétt mbl.is telur Nova sig geta sótt um sýningaleyfi frá evr­ópska knattspyrnu­sam­band­inu (UEFA). Magnús seg­ir það alrangt en Síminn sýnir frá leikjum Evrópumótsins í sumar.

Hild­ur Gunn­laugs­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá um­hverf­is- og skipu­lags­sviði, seg­ir í sam­tali við mbl.is að Nova hafi verið gef­inn frest­ur út þessa viku til að skýra mál sitt bet­ur. Hún segir að báðir hóp­ar hafi lagt áherslu að sýna frá keppninni í um­sókn sinni og ef ann­ar hvor aðil­inn geti ekki sýnt frá viðburðinum missi um­sókn­in gildi sitt.

Ef þeir geta ekki gert það sem þeir segj­ast vilja gera þá verður ekki samið við þá.

Þá bend­ir Hildur á að ekki sé aðeins mögu­legt að nýta Ing­ólf­s­torg und­ir viðburði sem þessa.

Auglýsing

læk

Instagram