Simmi og Jói svara kallinu og bjóða upp á Vilborgara: „Vorum farnir af stað löngu fyrir Skaupið“

Hamborgarafabrikkan hefur sett saman borgara til heiðurs Vilborgar Örnu Gissurardóttur pólfara. Simmi og Jói, eigendur Hamborgarafabrikkunar sættu gagnrýni fyrir að líta framhjá konum þegar kom að nafngiftum á hamborgurum staðarins og var málið meðal annars tekið fyrir í Áramótaskaupinu.

Jói var gríðarlega ánægður með brandarann í Skaupinu en segir vinnu við Vilborgarann hafa hafist vel fyrir áramót. „Við vorum farnir af stað löngu fyrir Skaupið með samstarfið við Vilborgu og tímasetningin á atriðinu í Skaupinu því nokkuð kómísk,“ segir hann í samtali við Nútímann.

Mér fannst atriðið æðislegt og náði að ramma umræðuna vel inn.

Hamborgarafabrikkan hefur verið dugleg við að heiðra karla á matseðli sínum og fjarvera kvenna komst í umræðuna síðasta sumar. Jóhannes segir umræðuna eiga fyllilega rétt á sér. „Okkur þykir gott mál að fólk hafi skoðanir á Fabrikkunni og það er sjálfsagt mál að bregðast við,“ segir Jóhannes.

Hann segir öruggt að fleiri réttir verði kenndir við konur á staðnum á komandi misserum. „Þessi nöfn ráðast svolítð á tíðarandanum og það er öruggt mál að við munum nefna fleiri rétti eftir konum.“

Umrætt atriði úr Áramótaskaupinu má sjá hér að neðan

Auglýsing

læk

Instagram