Sjáðu stemninguna í jarðböðunum við Mývatn á rosalegum tónleikum Emmsjé Gauta

Auglýsing

Rapparinn Emmsjé Gauti er á 13 daga ferðalagi um landið. Á ferðalaginu kemur hann við á 13 stöðum og framleiðir í leiðinni 13 vefþætti sem birtast á vefnum emmsje.is. Í nýjasta þættinum ferðast Emmsjé ásamt föruneyti sínu til Mývatnssveitar.

Sjá einnig: Emmsjé Gauti fer hringinn í kringum landið á 13 dögum og kemur fram á 13 stöðum

Þátturinn var ansi skemmtilegur en það kom ýmislegt upp á áður en tónleikarnir hófust. Strákarnir sluppu með skrekkinn þegar þeir urðu bensínlausir aðeins nokkrum metrum frá bensínstöð við Mývatn. Mýflugurnar voru einnig með vesen en trommarinn Hrafnkell Örn Guðjónsson leit ansi skemmtilega út með flugnanet á hausnum.

Sjá einnig: Emmsjé Gauti kom ríðandi inn á sviðið á Hvolsvelli

Auglýsing

Allt þetta og bilaða stemningu frá tónleikunum í jarðböðunum má sjá í myndbandinu hér að neðan.

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram