Sjáðu stikluna fyrir fyrstu kvikmynd Lady Gaga

Auglýsing

Stikla fyrir fyrstu kvikmynd Lady Gaga í aðalhlutverki í kom í gær og má sjá hér að neðan. Kvikmyndin nefnist A Star is Born og er endurgerð kvikmyndar að sama nafni frá árinu 1937. Bradley Cooper leikur aðalhlutverkið á móti Gaga en hann leikstýrir myndinni einnig.

Myndin fjallar um kántrý söngvarann Jackson Maine, leikinn af Bradley Cooper, sem á erfitt með að ná tök á alkóhólisma en líf hans breytist þegar hann uppgötvar söngkonuna og lagahöfundinn Ally, leikin af Lady Gaga.

Þetta er þriðja endurgerð myndarinnar en Janet Gaynor og Fredic March léku hlutverkin í upprunarlegu myndinni. Judy Garland og James Mason léku í endurgerð frá árinu 1954 og Barbra Streisand og Kris Kristofferson frá árinu 1976.

Öll tónlistin í myndinni var frumsaminn en Lady Gaga samdi nokkur lög fyrir myndina og vann meðal annars með þeim með Bradley Cooper, Luke Nelson og Mark Ronson. Til þess að hafa myndina sem raunverulegasta fóru leikararnir meðal annars á tónlistarhátíðirnar Coachella og Glastonbury og fluttu nokkur lög sem komu fyrir í myndinni.

Hér er stiklan fyrir A Star Is Born

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram