Auglýsing

Skemmdarverk, innbrot og ölvaðir einstaklingar sem reyndu að komast heim

Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru jafn mismunandi og þau voru mörg í gær frá klukkan 17:00 til 05:00 í nótt en samkvæmt dagbókinni náðu tilkynningar til lögreglu yfir allt frá minniháttar skemmdarverkum, akstri undir áhrifum og innbrotum.

Hér fyrir neðan getur þú séð hvaða verkefni hver og ein lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu sinnti á umræddum tíma en nokkuð  var um ölvaða einstaklinga sem reyndu að komast til síns heima.

Lögreglustöð 1 – Austurbær, Vesturbær, Miðborg og Seltjarnarnes

Tilkynnt um aðila til vandræða á veitingastað í 101, aðilanum vísað frá.

Tilkynnt um minniháttar skemmdarverk og annarlegt ástand vegna aðila á hóteli í hverfi 101, þar var aðilinn ennþá er lögreglu bar að, handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt um ölvaðan aðila á reyki um stofnbraut í hverfi 105, honum ekið heim.

Tilkynnt um yfirstaðið innbrot í hverfi 105, málið unnið samkvæmt verklagi.

Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 108, aðilar farnir er lögreglu bar að.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær

Tilkynnt um aðila sofandi í bifreið í hverfi 210, reyndist allsgáður eftir samtal við lögreglu.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur og Breiðholt

Tilkynnt um ölvaðan aðila á stigagang í hverfi 200, aðili aðstoðaður við að komast heim til sín.

Tilkynnt um innbrot og þjófnað í hverfi 200, málið unnið samkvæmt verklagi.

Aðilum vísað út af stigagangi í hverfi 200.

Aðili handtekinn í hverfi 109, grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, reyndist einnig sviptur ökuréttindum.

Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 109, árásaraðili handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær

Tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 110, málið afgreitt á vettvangi.

Tilkynnt um árekstur fjögurra bifreiða á stofnbraut í hverfi 110, enginn slasaðist.

Tilkynnt um ölvaðan ökumann í hverfi 113, fannst ekki.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing