Snorri Helga gefur út nýtt myndband við lagið Við strendur Mæjorka

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason sendi í dag frá sér nýtt lag sem heitir Við strendur Mæjorka. Lagið er úr leikverkinu Club Romantica, sem frumsýnt verður fimmtudaginn 28. febrúar nk. í Borgarleikhúsinu. Snorri semur og flytur tónlistina í verkinu.

Verkið er eftir Friðgeir Einarsson en bæði Friðgeir og Snorri flytja verkið. Þetta er í annað sinn sem Snorri semur tónlist fyrir leikhús en í fyrsta sinn sem hann er á sviði í leikhúsi. Við strendur Mæjorka fjallar um sumarfrí á sólarströnd. Snorri Helgason er mikill fagmaður í slíkum málum enda hefur hann heimsótt allar helstu sólarstrendur Evrópu.

Samhliða gaf Snorri út myndband við lagið en myndbandinu er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni. Undanfarin ár hefur Magnús leikstýrt fjölda tónlistarmyndbanda og auglýsinga. Síðastliðinn laugardag hlaut Magnús Edduverðlaun fyrir stuttmyndina sína „Nýr dagur í Eyjafirði”.

Myndbandið og lagið má heyra hér

Við strendur Mæjorka – Snorri Helgason

Má bjóða þér hvítan sand og glitrandi sæ? Nýr sjóðheitur sumarsmellur eftir Snorra Helgason úr sýningunni Club RomanticaLag og texti: Snorri HelgasonLeikstjórn : Magnús LeifssonKvikmyndataka : Ásgrímur GuðbjartssonKlipping : Guðlaugur Andri EyþórssonLeikmynd og búningar: Brynja BjornsdottirUpptökustjórn: Sindri Már SigfússonRafbassi og píanó: Guðmundur ÓskarGítarar: Snorri HelgasonÚtgefandi: Hin Íslenzka Hljómplötuúrgáfa 2019. Allur réttur áskilinn.

Posted by Abendshow Theaterclub on Mánudagur, 25. febrúar 2019

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram