Söngkonan Sia birti nektarmynd af sjálfri sér af Twitter áður en ljósmyndara tókst að selja hana

Auglýsing

Ástralska tónlistarkonan Sia birti nektarmynd af sjálfri sér á Twitter til að koma í veg fyrir að ljósmyndara tækist að selja hana. Myndin er augljóslega tekin úr launsátri en Sia svaraði tilraun ljósmyndarans til að selja myndina með hælkróki.

„Einhver er að reyna að selja aðdáendum mínum nektarmyndir af mér,“ sagði hún í tísti sínu á Twitter.

Sparaðu peninginn — hérna er hún endurgjaldslaust. Allir dagar eru jólin!

Aðdáendur Siu voru ánægðir með aðferðarfræði Siu. „Þetta er best!“ svaraði tónlistarkonan Chantal Claret á meðan aðrir tístu ástarjátningum, hrósi og fullyrðingum um að Sia sé sannkölluð goðsögn.

„Elska þig og rassinn þinn,“ sagði einn notandi og annar sagðist hafa fundið aðra ástæðu til að elska Siu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram