Söngvari Arcade Fire verður með DJ-sett á Húrra annað kvöld

Win Butler, söngvari hljómsveitarinnar Arcade Fire, þeytir skífum á Húrra annað kvöld undir nafninu DJ Windows 98. Hljómsveitin hélt vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld og sló í gegn hjá íslenskum aðdáendum.

Geoffrey Þór Huntington-Williams, framkvæmdastjóri Húrra staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir að Thorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi, sem flutti hljómsveitina inn, hafa komið þeim í samband við Butler.

Butler mun spila frá hálf eitt til hálf þrjú annað kvöld. „Hann mun eflaust spila lög sem hann er sjálfur að hlusta á og jafnvel eitthvað með sjálfum sér,“ segir Geoffrey og bætir við að það verði rífandi stemning og fjör annað kvöld.

Skemmtistaðurinn tekur 300 manns og Geoffrey býst við því að það verði troðfullt annað kvöld.

„Ég verð að hvetja fólk að mæta snemma og frítt verður inn á DJ-settið hjá Butler.“

Auglýsing

læk

Instagram