Auglýsing

Steindi lendir í vandræðum því að hann er ekki með Kass-appið: „Þegar 83 ára gamall maður er við stýrið að reyna að drifta þá vitið þið hvað gerist“

Grínistinn og leikarinn Steinþór Hróar Steinþórsson snýr aftur í auglýsingu fyrir snjallsímaforritið Kass en hann fór á kostum sem svín í auglýsingu frá þeim fyrr í sumar.

Í þetta skipti leikur hann mann sem gleymdi að sækja snjallsímaforritið til að rukka vini sína um brúðargjöf sem verður til þess að hann fær far hjá ævintýragjörnum afa brúðarinnar með hrikalegum afleiðingum. Sjáðu auglýsinguna hér að neðan.

Steindi mætir með tveimur vinum sínum í brúðkaup vinafólks þeirra en þegar hann gleymir að ná í Kass til að rukka vini sína um brúðargjöfina og á ekki efni á leigubíl heim þarf hann að fá far hjá afa brúðarinnar.

Sjá einnig: Steindi fer á kostum sem svín í nýrri auglýsingu: „Flottasti svínastrákurinn minn“

Afinn segir Steinda að hann eigi aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða og Steindi bregður á það ráð að gera „bucket list“ yfir það sem afinn vill gera áður en hann deyr svo hann geti látið sína hinnstu drauma rætast.

„Eins og að bíta í heila óskorna kebab-rúllu, að fá sér húðflúr í andlitið eins og alvöru SoundCloud-rapparar og endurgera öll atriðin úr Fast and the Furious 7 klæddir eins og Vin Diesel.“

Horfðu á myndbandið

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing