Stikla fyrir þriðju seríuna af Stranger Things er komin

Auglýsing

Ný sería af hinum geysivinsælu þáttum Stranger Things er væntanleg í sumar og er þetta þriðja serían sem kemur út. Aðdáendur hafa beðið spenntir eftir því að sjá stiklu úr nýju seríunni sem kemur inn á streymisveituna Netflix þann 4.júlí. Stiklan og yfirskift hennar gefur til kynna að serían eigi sér stað yfir eitt sumar og að eitt slíkt sumar geti breytt öllu.

Þættirnir slógu rækilega í gegn þegar þeir komu fyrst út árið 2016 og skutu þeir öllum ungu leikurum þáttanna upp á stjörnuhimininn. Leikararnir eru búnir að fullorðnast mikið síðan þeir komu fyrst á skjáinn og viðist nýja serían ætla að fylgja þeim eftir inn í unglingsárin og öllu sem því fylgir.

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram